Umferð 3 í Aðventumótaröð PKK og PINGPONG.IS

Frábært mót var haldið í íþróttahúsi Digranesi í gærkveldi. Margir af okkar bestu landsliðsmenn íslands og efnilegustu leikmenn íslands mættu í gær.

 

19 leikmenn mættu í hús og 17 tóku þátt í mótinu. Halli Egils kom og vann annað fimmtudagskvöldið í röð. 

 

Halli Egils vann umferð 3 í Aðventumóti PKK og PINGPONG.IS

 

Halli Egils vann alla sína leiki og spilaði mjög vel allt mótið. Halli tók einu sinni 180. Hann var með 70,1 í avg í kvöld. Halli Egils líður greinilega vel í Kópavogi.

 

Hörku leikir voru spilaðir og var mikil kepnni um öll sætin. 

Þess má líka geta að nokkur ton 80 voru tekin í kvöld.  Nokkur há útskot, en Sævar Þór tók hæsta útskotið 155 út.

 

Til hamingju með sigurinn Halli og við hlökkum til að mæta þér aftur. Það er gaman að sjá ykkur feðga mæta og keppa í mótinu.

 

Við hlökkum til að fá alla þá bestu til að mæta í mótin okkar.

 

Fjórða og síðasta umferð í Aðventumótaröðinni er á fimmtudaginn 7. des.

Hægt er að smella á hnappana fyrir neðan og skoða leikina hans Halla Egils.

Leikur í riðli.

Leikur í riðli.

Leikur í riðli.

Aðventumótaröð PKK og PINGPONG.IS var haldin 30. nóv.

 

Hægt er að smella á linkinn fyrir ofan til að sjá stigin í Aðventumótaröðinni.

Úrslit í umferð 3.

1. sæti Halli Egils

2. sæti Halli Birgis

3-4. sæti G. Valur og Jóhann Gunnar

5-8. sæti Barði, Sævar, Hraunar og Kristján Sig

9-16. sæti. Ási, Siggi Hermann T. Marel Haukur, Robert, Ísak, Villi, Anton

17. sæti Óskar Páll Þórðarson