Fyrsta barna og unglingamót PKK og Pingpong 2023

Fyrsta barna og unglingamót PKK og Pingpong.is 2023 var haldið sunnudaginn 17. sept. Yngri aldursflokkurinn byrjaði  og mættu 4 stúlkur til leiks á aldrinum 6-9 ára. Spiluðu þær 301, vinna tvo leggi, einfaldur út og spiluð þær í riðli. Hörku leikir voru í dag og var bara leggja hlutfallið sem skar úr hver var sigurvegari mótsins. Íris Harpa Helgadóttir vann sitt fyrsta mót. Edda Sævarsdóttir í öðru, Sólveig og Sigrún Rafnsdætur í 3-4 sæti.

Í eldri flokknum mættu fimm drengir og ein stúlka til leiks á aldrinum 12-18 ára. Spilað var 501,  var spilað í einum riðil  og þurfti að vinna tvo leggi til að vinna leikinn. Margir leiki fóru í odda og endaði þannig að tveir efstu drengirnir voru jafnir sigrum og líka jafnir í leggjum. Þá var áhveðið að þeir spiluðu úrslitaleik. Fór svo að Henrik Hugi Helgason vann fyrsta mót í  unglingaflokknum. Jóhann Fróði Ásgeirsson varð í öðru sæti og Ísak Eldur Gunnarsson í þriðja sæti.

Stjórn Barna og unglingadeild Pílukastfélags Kópavogs þakkar öllum keppendum og foreldrum sem mættu leiks. Við óskum sigurvegurum til hamingju og viljum við minna keppendum á að næsta mót hjá okkur er 8. október fyrir eldri flokkinn 12-18 ára.

Hægt er að skoða fullt af myndum á heimasíðu okkar. Pkk.is