Fjórða unglingamót PKK og PINGPONG.IS 2023

Fjórða unglingamót PKK og Pingpong.is 2023 var haldið sunnudaginn 12. nóv. 

10 leikmenn mættu til leiks. Spilað var í tveimum riðlum. Þá var farið í 8 mannúrslit, svo undanúrslit og úrslitaleiki. Hörku leikir voru spilaðir. Á endanum vann Marel Haukur Jónsson Kára Vagn Birkisson í úrslitaleik 3-1.

Í 3-4 sæti voru Tristan Szmiedowicz og Óðinn Logi. 

Marel og Kári tóku sitthvort eitt 180 í mótinu. Tristan var með hæsta útskotið 115 og Jóhann Fróði með besta legginn 21 pílu leggur og besta leikinn í mótinu 58,56 avg.

 

Hægt er að smella á leikinn til að fara inn á Darconnect og skoða leikinn.

Næsta PKK & PINGPONGMÓT BARNA & UNGLINGAMÓT verður 26. nóv.