Pingpong.is mótaröðin

Í fyrstu verðlaun í pingpong.is mótaröðunni eru Shot Treyja af Michael Smith og Shot Michael Smith pílur með áritun á kassanum.

 Reglur & Upplýsingar

Pingpong.is mótaröðinar

 1. Pingpong.is mótaröðin er spiluð á fimmtudögum
 2. Húsið opnar kl 19:12 og verður byrjað að spila kl 19:30  
 3. Keppt er í 501. Spilað verður að vinna 3, nema að fjölmennt verður. Það verða riðlil/riðlar og ef það verða 8 eða fleiri þá útsláttur.
 4. Spilað verður 3 fimmtudaga í ágúst, 4 í sept, 4 í okt, 5 í nóv og 2 í des. Samtals 18 dagar. Mótaröðin byrjar 10 ágúst og síðasta kvöldið er 14 des. En athugið þetta er ekki er skyldumæting.
 5. 12 bestu kvöldin af 18 gilda í stigasöfnun á tímabilinu, en það er líka sér keppni í hverjum mánuð.
 6. Stigahæsti í hverjum mánuði ágúst,sept,okt og nóv, en ekki des fær verðlaun. En þá teljum við 3 hæstu stigkvöld einstaklings í mánuðinum.
 7. Í byrjun hvert kvöld verður dregið númer á leikmenn og menn spila í þeim riðlum sem þeir lenda í og útslátti eftir í hvaða sæti þeir verða í.
 8. Gefinn eru stig fyrir hvaða sæti þú lendir í 1. sæti 13 stig, 2 sæti 9 stig, 3 sæti 7 stig, 4 sæti 5 stig. 5-8 sæti 4 stig, 9-16 sæti 2 stig. Aðrir 1 stig fyrir mætingu.
 9. Allir fá eitt stig fyrir að mæta hvert kvöld og geta menn fengið max 12 stig fyrir 18 kvöld á tímarbilinu.
 10. Stigahæsti maðurinn á tímabilinu fær að spila í BULLY BOY treyju og  er okkar íslenski Bully Boy
 11. Félagsmenn PKK 2023 sem hafa greitt félagsgjald að fullu þurfa ekkert að borga, en kostar 1000kr fyrir aðra.
 12. Engin skráning verður, enn menn verða vera mættir fyrir 19:20 svo þeir séu skráðir í mótið það kvöld.
 13. Verðlaun eru veitt í hverjum máðuði fyrir stigahæsta mann.
 14. Aðalverðlaunin fyrir stigahæsta manninn í pingpong.is mótaröðinar 2023 eru Shot Michael Smit keppnistreyja og áritaðurkassi af Shot pílunum hans Michael Smit.
 15. Mörg aukaverðlaun verða gefinn, t.d flest 180, hæsta útskot, færstar pílur í legg, hæsta avg í leik og fyrir 9 pílna leik fá menn 9 snú snú ísa frá Emmes ís 

Það er hægt er að smella á Pingpong.is lógó,  þá fer maður beint inn á heimasíðu þeirra og getur byrjað versla píluvörur.