Barna og unglingamót PKK og Pingpong.is 22. okt

Barna og unglingamót PKK og Pingpong.is var haldið sunnudaginn 22. okt 2023 .

Börnin byrjaðu og mættu 7 til leiks á aldrinum 6-10 ára. Þau spiluðu 301 einum í einum riðli, best af 3.  Frábærir leikir voru spilaðir í dag. Þorbjörn Óðinn Arnarsson varð sigurvegari mótsins. Íris Harpa Helgadóttir var í öðru sæti og Bjarki Valdimar Svarðarson í þriðja sæti.

 

Hjá unglingum mættu níu drengir til leiks á aldrinum 10-17 ára. Spilað var 501, best af 5 alla leið. Það var spilað í tveimum riðilum, svo 8 mannaúrslit, undanúrslit og úrslitaleikur. Margir hörkuleikir fóru í oddalegg. Kári Vagn vann sinn riðil og Óðin Logi sinn. Óðinn Logi tapaði svo fyrir bróðir sínum Ísaki Eldi í undanúrslit 2-3. Kári Vagn vann Jóhann Fróða í hinum undanúrslitum 3-0.  Kári Vagn og Ísak Eldur spiluðum til úrslita og var mikil spenna í leiknum, en að endanum vann Kári Vagn 3-2 í oddalegg. Ísak Eldur í öðru, Óðinn Logi og Jóhann Fróði í 3-4 sæti.

Stjórn Barna og unglingadeild Pílukastfélags Kópavogs þakkar öllum keppendum og foreldrum sem mættu leiks. Við óskum sigurvegurum til hamingju og viljum við minna keppendum á að næsta mót hjá okkur er 12. nóv fyrir eldri flokkinn. En við leyfum krökkum niður í 10 ára spila í því móti.

Næstu mót barna og unglinga eru :

 

Sunnudaginn 12 nóvember fyrir 10-18 ára.

Sunnudaginn 26. nóvember fyrir 6-11 og 12-18 ára

Sunnudaginn 10. desember fyrir 6-11 ára og 12-18 ára.

Allir velkomnir að keppa í pílukasti í Kópavogi. Við erum í vestursal í íþróttahúsi Digranesi, skálaheiði 2. 200 Kópavogi.

Hægt er að skoða fullt af myndum á heimasíðu okkar. Pkk.is