Asni

Hér markmiðið að skora hærra stig en sá sem er á undan í röðinni. Keppandi eitt skorar 60 þá verður keppandi tvö að fá hærra skor með sínum þremur pílum, nær hann því, þarf keppandi þrjú að fá hærra en keppandi tvö. Ef ekki er náð að skora hærra en sá á undan þá fær sá keppandi staf úr orðinu ASNI og talan sem hann kastaði gildir fyrir næsta keppanda. Þegar keppandi er kominn með orðið ASNI er hann úr leik, og þannig áfram þar til einn stendur eftir.